Falleg skilaboð að handan!

Eftirfarandi bréf fanst í dánarbúi frænda míns skrifað á miðilsfundi 1939 skilaboð frá langalangaafa mínum og nafna til dóttur sinnar. Finst þetta svo fallegt að ég verð að deila þessu.

15/1 1939

Sé ég lífsins sigurból
Sameinast geisla röðli björtum
legg ég fram á lífsins ál
að leiða styrk að manna hjörtum

Góða elsku barnið mitt, komdu sæl..! eg er Pabbi, faðir þinn. Bundinn styrkum viðjum hjálpræðisins geng eg framm til þess að gefa þjér stirka hendi, til þess að binda streinga línu að hjarta þínu, til þess að þú getir komist hærra að leiðar jöldum þinnar eginn þekkingar, við sem hornir erum sjónum ikkar stöndum miklu nær ikkur, heldur en sólargeislinn sólinni, við rennum okkur mjúklega eftir hugsana stefnunni sem þið hafið ofnað sál ikkar firir Raunveruleika framhalds lífsins, þú elskaða barnið mitt þú hefur þrætt þrautabrautina, enn átt eftir að ganga geisla lautina, mið fram þekkingu og þroska þinnar eginn sálar á leið þinnar egin solar muntu finna stirkinn sem binst við trúna, á hinn sívagandi kærleika og þroska mannssálarinnar.

Minn er kraftur bundinn böndum
björtum hreinum heima löndum
geislandi ég geng á vegi
gleymdu mér elsku dóttir eigi

Nú þakkar Pabbi þessa stundu
þíður stefnir að náðar grundu
ljósins englar lýsi veginn
litla vina þú ert fegin

Vertu sæl við vökum bæði
vertu sæl við bundna þræði
mamma og pabbi mjúk í lundu
mæna til þín þessa stundu

Nú er horfin hryggð og tregi
hjartað skreitir dyggð og príði
ljóssins englar lagnir síni
á leiðinni þinni stjörnur skíni

vertu sæl barnið mitt þinn Pabbi
Steingrímur

Steingrímur Bjarnason 1864-1906 og Helga Jónatansdóttir 1855-1905 bjuggu á Geldingsá 1891-1906


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

VÁ......

Raggi (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband